Um okkur

Hvernig byrjaði þetta? 

Verslunin Kvosin opnaði dyrnar 9. desember 2009 í Aðalstræti.  Kvosin er eins og lítið kaupfélag í miðbæ Reykjavíkur.

Markmiðið okkar er að bjóða fjölbreytt úrval nýlenduvara með ferskleika að leiðarljósi. Við þjónustum fólkið sem býr í hverfinu með nauðsynjavörur, fólkið sem vinnur í hverfinu með viðbit og erlenda ferðamenn sem heimsækja okkur heim. Við gerum mikið úr íslenska vöruúrvalinu okkar sem við sækjum líka beint frá býli.

Kvosin er elsti hluti borgarinnar. Einnig nefnist kjarni þessa svæðis Miðbærinn. Orðið kvos þýðir dalverpi eða þröngur bolli í landslagi og í Reykjavík hefur orðið verið notað um svæðið milli Landakotsholts og Skólavörðuholts. Að norðan nær Kvosin að höfninni en að Tjörninni að sunnan.

Verslunin Kvosin er í eigu Kjartans Arnar Sigurðssonar og Guðmundar Gíslasonar.

© 2013 Verslunin Kvosin ehf. kt. 550512-0170, vsk. 111087, Aðalstræti 8, 101 Reykjavík,